Smáforrit fyrir þjónustu- og upplýsingagjöf

Málsnúmer 2019040495

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 277. fundur - 02.05.2019

Ein af aðgerðum upplýsingastefnu Akureyrarbæjar er að taka ákvörðun um smáforrit fyrir þjónustu- og upplýsingagjöf sveitarfélagsins.

Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar sat fundinn undir þessum lið.
Stjórn Akureyrarstofu felur starfsmönnum áframhaldandi vinnu við greiningu á smáforriti.

Bæjarráð - 3656. fundur - 10.10.2019

Kynning á kröfulýsingu vegna gerðar smáforrits.

Bergvin Gunnarsson og Halla Hrund Skúladóttir frá Stefnu ehf. mættu á fundinn og kynntu lýsinguna.

Anna Fanney Stefánsdóttir og Eva Hrund Einarsdóttir fulltrúar í stjórn Akureyrarstofu, Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs, Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður, Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs og Þórgnýr Dýrfjörð deildarstjóri Akureyrarstofu sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar Höllu Hrund og Bergvin fyrir kynninguna og felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.

Bæjarráð - 3704. fundur - 05.11.2020

Rætt um tímalínu og stöðu íbúapps.

Róbert Freyr Jónsson frá Stefnu kom á fund bæjarráðs til að kynna stöðuna.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður, Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og Kristinn J. Reimarssson sviðsstjóri samfélagssviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar Róberti Frey fyrir komuna á fundinn.

Bæjarráð - 3713. fundur - 21.01.2021

Róbert Freyr Jónsson og Margrét Víkingsdóttir frá Stefnu mættu á fund bæjarráðs til að kynna stöðu verkefnsins.

Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs, Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og bæjarfulltrúarnir Eva Hrund Einarsdóttir, Heimir Haraldsson, Ingibjörg Ólöf Isaksen og Þórhallur Jónsson sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar Róbert og Margréti fyrir komuna á fundinn. Bæjarráð samþykkir að unnið verði að áframhaldandi þróun forritsins í samvinnu við fleiri sveitarfélög og felur sviðsstjóra stjórnsýslusviðs og sviðsstjóra samfélagssviðs að fylgja málinu eftir.

Bæjarráð - 3725. fundur - 06.05.2021

Rætt um stöðu vinnunnar við gerð smáforrits.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð - 3740. fundur - 23.09.2021

Kynning á stöðu verkefnisins.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og Kristinn Jakob Reimarsson sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð - 3753. fundur - 06.01.2022

Kynning á stöðu verkefnisins.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs, Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð - 3760. fundur - 24.02.2022

Kynning á stöðu verkefnisins.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs, Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs og Jón Þór Kristjánsson verkefnastjóri upplýsingamiðlunar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.