Húsaleigusamningur vegna Krógabóls - viðauki

Málsnúmer 2019040223

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 8. fundur - 12.04.2019

Árni K. Bjarnason forstöðumaður rekstrar lagði fram drög að endurskoðuðum húsaleigusamningi milli Akureyrarbæjar og Lögmannshlíðarsóknar vegna leikskólans Krógabóls. Leigusamningurinn er framlengdur til júníloka 2026. Skv. samningnum tekur Akureyrarbær að sér endurbætur á loftræstikerfi skólans en á móti kemur engin hækkun húsaleigu fyrr en 1. júlí 2021. Áætlaður kostnaður bæjarins er kr. 6.000.000 og er óskað eftir viðauka vegna þeirra upphæðar.

Ingunn Högnadóttir og María Aldís Sverrisdóttir fóru af fundi undir þessum lið kl. 15:45.
Fræðsluráð samþykkir samhljóða framlagðan húsaleigusamning.

Ósk um viðauka er vísað til seinni umræðu í fræðsluráði mánudaginn 6. maí 2019.



Fræðsluráð - 9. fundur - 06.05.2019

Viðauki vegna endurbóta á loftræstikerfi Krógabóls lagður fram til 2. umræðu.
Fræðsluráð samþykkir að vísa óskinni um viðauka til bæjarráðs þar sem óskað er eftir viðbótar fjármagni vegna endurbóta á loftræstikerfi leikskólans að upphæð kr. 6.000.000.

Bæjarráð - 3638. fundur - 16.05.2019

Liður 3 í fundargerð fræðsluráðs dagsettri 6. maí 2019:

Viðauki vegna endurbóta á loftræstikerfi Krógabóls lagður fram til 2. umræðu.

Fræðsluráð samþykkir að vísa óskinni um viðauka til bæjarráðs þar sem óskað er eftir viðbótar fjármagni vegna endurbóta á loftræstikerfi leikskólans að upphæð kr. 6.000.000.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með 5 samhljóða atkvæðum beiðni fræðsluráðs um viðbótarfjárveitingu að upphæð 6 milljónir króna og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að útbúa viðauka vegna málsins.