Umhverfisátak Akureyrarbæjar 2018

Málsnúmer 2018040279

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 31. fundur - 27.04.2018

Lagt fram minnisblað dagsett 25. apríl 2018 vegna tiltektar í bæjarlandinu.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að veita fjármagni að upphæð kr. 7.000.000 til verkefnisins og óskar eftir viðauka til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3597. fundur - 03.05.2018

16. liður í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsett 27. apríl 2018:

Lagt fram minnisblað dagsett 25. apríl 2018 vegna tiltektar í bæjarlandinu.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sat fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að veita fjármagni að upphæð kr. 7.000.000 til verkefnisins og óskar eftir viðauka til bæjarráðs.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir aukafjárveitingu að upphæð 7 milljónir króna.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 45. fundur - 23.11.2018

Lagt fram minnisblað dagsett 21. nóvember 2018 vegna hreinsunarátaks í bæjarlandinu.

Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála og Alfreð Schiöth frá mengunarvarnarsviði Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra sátu fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 52. fundur - 15.03.2019

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Alfreð Schiöth á mengunarvarnasviði Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra fóru yfir árangur umhverfisátaks Akureyrarbæjar 2018.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála, Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfis- og sorpmála og Jónas Vigfússon forstöðumaður Umhverfismiðstöðvar sátu fundinn undir þessum lið.