Fjölskyldusvið - stjórnsýslubreytingar

Málsnúmer 2017030129

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1249. fundur - 15.03.2017

Kynntar tillögur kjarasamninganefndar um breytingar á skipuriti fjölskyldusviðs.
Velferðarráð samþykkir framlagða tillögu fyrir sitt leyti og vísar kostnaðarauka vegna hennar til bæjarráðs.

Kjarasamninganefnd - 5. fundur - 07.04.2017

Umfjöllun um tillögu að breytingu á skipuriti fjölskyldusviðs sem samþykkt var á fundi velferðarráðs 15. mars 2017.
Kjarasamninganefnd leggur til við bæjarráð að greitt verði stjórnendaálag fyrir starf forstöðumanns þjónustudeildar á fjölskyldusviði.

Kjarasamninganefnd felur sviðsstjóra stjórnsýslusviðs að vinna að myndrænni framsetningu skipurita allra sviða.

Bæjarráð - 3554. fundur - 04.05.2017

3. liður í fundargerð kjarasamninganefndar dagsett 7. apríl 2017:

Umfjöllun um tillögu að breytingu á skipuriti fjölskyldusviðs sem samþykkt var á fundi velferðarráðs 15. mars 2017.

Kjarasamninganefnd leggur til við bæjarráð að greitt verði stjórnendaálag fyrir starf forstöðumanns þjónustudeildar á fjölskyldusviði. Kjarasamninganefnd felur sviðsstjóra stjórnsýslusviðs að vinna að myndrænni framsetningu skipurita allra sviða.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir tillögu kjarasamninganefndar um að greitt verði stjórnendaálag fyrir starf forstöðumanns þjónustudeildar á fjölskyldusviði.

Preben Jón Pétursson Æ-lista sat hjá við afgreiðslu.