Hjólabrettafélag Akureyrar

Málsnúmer 2012110124

Vakta málsnúmer

Samfélags- og mannréttindaráð - 118. fundur - 12.12.2012

Á fundi sínum 22. nóvember 2012 vísaði bæjarráð 6. lið í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 15. nóvember 2012 til samfélags- og mannréttindaráðs:
Ingibjörg Stefánsdóttir hringdi í viðtalstíma bæjarfulltrúa og lýsti áhyggjum sínum sem fulltrúi Hjólabrettafélags Akureyrar yfir húsnæðisvanda félagsins. Hún spurði hvort ekki sé vilji innan Akureyrarbæjar að reyna að leysa vanda félagsins.

Samfélags- og mannréttindaráð vekur athygli á því að íþróttaráð hefur á árinu styrkt félagið um tæplega kr. 800.000 auk þess sem samfélags- og mannréttindaráð hefur lagt félaginu til starfsmann hluta úr árinu. Ráðið óskar eftir formlegra samstarfi við íþróttaráð og Hjólabrettafélag Akureyrar um framtíðarlausn á málefnum félagsins og tilnefnir Hlín Bolladóttur í samstarfshóp. Óskað er eftir tilnefningum frá íþróttaráði og Hjólabrettafélaginu.

Íþróttaráð - 124. fundur - 17.01.2013

Erindi frá samfélags- og mannréttindaráði sem á fundi sínum 12. desember 2012 óskaði eftir formlegu samstarfi við íþróttaráð og Hjólabrettafélag Akureyrar um framtíðarlausn á málefnum félagsins og óskar eftir tilnefningum frá íþróttaráði.

Íþróttaráð tilnefnir Tryggva Þór Gunnarsson sem sinn fulltrúa í málefnum Hjólabrettafélags Akureyrar.