Framtíð innanlandsflugs - áhrif af flutningi innanlandsflugs til Keflavíkur

Málsnúmer 2012100083

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 3328. fundur - 16.10.2012

Umræða um helstu niðurstöður skýrslu um áhrif þess að flytja miðstöð innanlandsflugs frá Reykjavík til Keflavíkur.

Lögð var fram tillaga að bókun svohljóðandi:

 

Vegna umræðu um flutning Reykjavíkurflugvallar úr Vatnsmýrinni vill bæjarstjórn Akureyrar minna á þá ábyrgð og skyldur sem höfuðborg landsins ber gagnvart landsmönnum öllum. Greiðar flugsamgöngur landsbyggðarinnar til Reykjavíkur eru forsenda þess að borgin geti gegnt hlutverki sínu sem höfuðborg landsins alls. Í höfuðborginni eru höfuðstöðvar stjórnsýslu Íslands auk fjölda opinberra viðskipta-, mennta-, menningar- og heilbrigðisstofnana sem eiga þar einnig sínar höfuðstöðvar.

Bæjarstjórn hvetur borgarstjórn Reykjavíkur til að hafa framangreind atriði í huga við umfjöllun um framtíðarstaðsetningu flugvallarins. Bæjarstjórn vekur jafnframt athygli á helstu niðurstöðum í nýútkominni skýrslu KPMG og lýsir yfir vilja sínum til frekari viðræðna við borgaryfirvöld um málið.

 

Bæjarstjórn samþykkir framlagða bókun með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarráð - 3452. fundur - 19.03.2015

Árni Gunnarsson framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands ásamt Ara Fossdal stöðvarstjóra Flugfélagsins á Akureyri mættu á fund bæjarráðs og fóru yfir stöðuna í innanlandsfluginu.
Einnig sat Njáll Trausti Friðbertsson bæjarfulltrúi D-lista fund bæjarráðs undir þessum dagskrárlið.
Bæjarráð þakkar Árna og Ara komuna á fundinn og greinargóða kynningu á stöðu mála.