gottadgengi.is

Málsnúmer 2011050147

Vakta málsnúmer

Samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra - 2. fundur - 31.05.2011

Kynning á vefnum gottadgengi.is og hugsanlegt samstarf um úttektir á fasteignum sveitarfélagsins.

Samþykkt að leggja til við bæjarráð að gert verði ráð fyrir sérstökum lið í fjárhagsáætlun til að taka út aðgengi að byggingum sveitarfélagsins með það að markmiði að koma fleiri byggingum inn í aðgengismerkjakerfi gottadgengi.is.

Bæjarráð - 3276. fundur - 23.06.2011

3. liður í fundargerð samstarfsnefndar um ferlimál fatlaðra dags. 31. maí 2011:
Kynning á vefnum gottadgengi.is og hugsanlegt samstarf um úttektir á fasteignum sveitarfélagsins.
Samþykkt að leggja til við bæjarráð að gert verði ráð fyrir sérstökum lið í fjárhagsáætlun til að taka út aðgengi að byggingum sveitarfélagsins með það að markmiði að koma fleiri byggingum inn í aðgengismerkjakerfi gottadgengi.is.

Bæjarráð vísar liðnum til stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 191. fundur - 01.07.2011

Tekin fyrir vísun frá bæjarráði 23. júní 2011 þar sem samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra hefur lagt til við Akureyrarbæ að gert verði ráð fyrir sérstökum lið í fjárhagsáætlun til að taka út aðgengi að byggingum sveitarfélagsins með það að markmiði að koma fleiri byggingum inn í aðgengismerkjakerfi gottadgengi.is

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar þakkar erindið.

Stjórn Fasteigna telur ekki ástæðu til að hafa sérstakan lið í fjárhagsáætlun fyrir málið, en stefnir á að bæta upplýsingar um aðgengismál helstu stofnana bæjarins. Stjórn fasteigna bendir á að Menningarhúsið Hof hefur þegar verið skráð á gottadgengi.is