Verk listamannsins Guido á Sæfara tilbúið - Akureyrarvaka þakkar fyrir sig

Grímseyjarferjan Sæfari
Grímseyjarferjan Sæfari

Akureyrarvöku lauk á laugardagskvöldið með stórtónleikum í Listagilinu þar sem fram komu Stórsveit Tónlistarskólans á Akureyri undir stjórn Alberto Porro Carmona, Samúel J. Samúelsson, Jónas Sig, Lay Low og hljómsveit, stúlknakór og eldri barnakór Akureyrarkirkju undir stjórn Sigrúnar Mögnu Þórsteinsdóttur, Hafdís Þorbjörnsdóttir og Brynja Elín Birkisdóttir. Að tónleikum loknum var komið að Friðarvöku þar sem kertum sem seld voru til styrktar Aflinu, samtökum gegn heimilis- og kynferðisofbeldi, var raðað upp kirkjutröppurnar og með því var samstaða sýnd þolendum ofbeldis og hvatning um að gera heiminn betri.  Með Friðarvökunni var smiðshöggið rekið á velheppnaða Akureyrarvöku, þar sem hver viðburðinn rak annan og mátti sjá fjölmargar áhugaverða viðburði sem tengdust beint þema hátíðarinnar dóttir-mamma-amma.  Aðfararnótt mánudagsins leit svo ljós einn af stærri viðburðum Akureyrarvöku en þá var myndin sem listamaðurinn Guido van Helten málaði á Grímseyjarferjuna Sæfara tilbúin.  Listamaðurinn og kvikmyndagerðarkonan Selina Miles fóru svo með ferjunni að verki loknu til Grímseyjar þar sem þau hittu m.a. nemendur grunnskólans í Grímsey.

Akureyrarvaka vill þakka þeim fjölda fyrirtækja sem stóðu við baki á hátíðinni en það voru:  Helstu máttarstólpar Akureyrarvöku eru Samskip, Exton, Landsbankinn, Menningarráð Eyþings, Flugfélag Íslands, Tónlistarskólinn á Akureyri, Norðurorka, verkfræðistofan Efla, Háskólinn á Akureyri, Gula villan, Apotek Guesthouse, Húsasmiðjan, Íslandsbanki, RUB23, Hótel Kea, Bautinn, Strikið, T-bone Steakhouse og Kung Fu Express, IceWear,Hamborgarafabrikkan og fl.

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan