Verðlaun í ljósmyndasamkeppni

Frá afhendingu verðlaunanna. Dagbjört Pálsdóttir, Greta Huld Mellado sem mætti fyrir hönd Kristins M…
Frá afhendingu verðlaunanna. Dagbjört Pálsdóttir, Greta Huld Mellado sem mætti fyrir hönd Kristins Magnússonar, Guðrún Torfadóttir og Vera Kristín Vestmann ásamt eiginmanni sínum og börnum þeirra tveimur.

Í gær voru veitt verðlaun fyrir innsendar myndir í ljósmyndasamkeppni sem efnt var til í tilefni af Evrópskri samgönguviku á Akureyri 2015. Fyrstu verðlaun, nýtt og gott reiðhjól, hlaut Kristinn Magnússon en önnur og þriðju verðlaun, 10 miða kort í Sundlaug Akureyrar, hlutu Guðrún Torfadóttir og Vera Kristín Vestmann.

Umsögn dómnefndar var þessi: "Margar mjög áhugaverðar og fallegar myndir bárust í keppnina. Þátttakendum er öllum þakkað fyrir að senda inn myndir. Áberandi voru faglega unnar og listrænar myndir sem höfðuðu sannarlega til dómnefndar en féllu þó ekki að meginþema keppninnar sem var "hjólað með fjölskyldunni". Einnig bar á því að ekki væri gætt að öllum öryggisþáttum, hjólreiðafólk bæri ekki hjálma o.s.frv. Niðurstaða dómnefndar var því einróma þegar horft var til þessara þátta en e.t.v. mætti skoða það að hafa víðara þema næsta ár."

Í dómnefnd sátu Dagbjört Pálsdóttir formaður umhverfisnefndar Akureyrarbæjar, Ragnar Hólm Ragnarsson frá Akureyrarstofu og Rúna Ásmundsdóttir umferðarverkfræðingur.


1. verðlaun: Kristinn Magnússon.


2. verðlaun: Guðrún Torfadóttir.


3. verðlaun: Vera Kristín Vestmann.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan