Útlendingar ánægðir á Akureyri

Mynd: Ragnar Hólm.
Mynd: Ragnar Hólm.

Mikill meirihluti útlendinga, sem eru búsettir á Akureyri, er ánægður með að búa þar, samkvæmt könnun sem gerð var við Háskólann á Akureyri. Hlutfallslega fleiri útlendingar búsettir í bænum sækja um íslenskan ríkisborgararétt en þeir sem búa í Reykjavík.

Athygli vekur að það eru sérstaklega konur frá löndum utan Evrópu sem eru ánægðar eða mjög ánægðar samkvæmt könnuninni. Markus Meeckl, prófessor í félagsvísindum, segir að 82% þeirra 200 sem tóku þátt í könnuninni hafi sagst vera ánægðir með að búa á Akureyri. 

Markus segir erfitt að segja til um hvað gerir það að verkum að innflytjendur á Akureyri eru almennt mjög ánægðir. Þeir þéni til dæmis yfirleitt minna en Íslendingar og einnig virðist sem íslenskukunnátta sé ekki endilega forsenda ánægjunnar. Um þessar mundir vinnur hann að rannsókn sem greinir ástæðurnar sem liggja þarna að baki en hann hefur eigin hugmyndir um mögulegar ástæður.

Cynthia Stimming, íbúi á Akureyri, er af kínverskum og þýskum ættum, alin upp í Ástralíu en hefur búið á Akureyri í tvö ár. „Ég held að fók hérna hefur meiri tíma til að spjalla. Til dæmis ef ég hitti þjónustukonuna í búð þá mundi ég bara spjalla þá mun ég bara... ég hef ekki þessa reynslu í Reykjavík.“ Hún segir að hugarfarið skipti miklu máli þegar kemur að ánægju innflytjenda.

Frétt af ruv.is.

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan