Tré til heiðurs Vigdísi

Vigdís Finnbogadóttir. Mynd af ruv.is.
Vigdís Finnbogadóttir. Mynd af ruv.is.

Um þessar mundir eru 35 ár liðin frá því Vigdís Finnbogadóttir var kjörin í embætti forseti Íslands, fyrst kvenna í heiminum sem þjóðkjörinn forseti. Af því tilefni hafa trjáplöntur verið gróðursettar víða um land og verður svo einnig gert á Akureyri kl. 14 í dag, föstudaginn 3. júlí.

Gróðursett verða þrjú birkitré af yrkinu 'Emblu' sem er beinvaxið og hvítstofna. Eitt tré er gróðursett fyrir stúlkur, annað fyrir drengi og þriðja fyrir komandi kynslóðir. Trén verða gróðursett í Kvenfélagsreitnum við Skarðshlíð og eru bæjarbúar hvattir til að vera viðstaddir athöfnina sem hefst eins og áður segir kl. 14 í dag.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan