Sumartónleikar í Akureyrarkirkju

Sumartonleikar i Akureyrarkirkju
Sumartonleikar i Akureyrarkirkju

Sumartónleikar í Akureyrarkirkju hefjast í 30. sinn sunnudaginn 3. júlí nk kl. 17. Á fyrstu tónleikunum mun hinn frábæri ástralski kór The Choir of St Michael’s Grammar School koma fram. Þessi frábæri kór, sem kemur frá Melbourne, er skipaður 30 söngvurum á aldrinum 12-17 ára (15 stúlkur og 15 drengir). Þessir úrvalssöngvarar eru valdir úr hinum fjórum kórum St Michael's skólans. Kórinn er núna í sjöundu Evrópuferð sinni og hefur hann komið fram í mörgum af helstu tónleikastöðum Evrópu.

Aðgangur að Sumartónleikum er ókeypis, en tekið er við frjálsum framlögum í lok tónleika

Tónleikaröðin heldur svo áfram út júlímánuð. Næstu tónleikar:
10. júlí Lára fiðluleikari og Dawn Hardwick píanóleikari flytja keltneska tónlist
17. júlí Björg Þórhallsdóttir sópransöngkona, Hilmar Örn Agnarsson orgelleikari og Elísabet Waage hörpuleikari flytja fjölbreytt sönglög.
24. júlí Þjóðlagadúettinn Funi, Bára Grímsdóttir og Chris Foster.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan