Starfsleyfi fyrir malbikunarstöð

Umhverfisstofnun hefur auglýst tillögu að nýju starfsleyfi fyrir Malbikunarstöð Akureyrar og er þar um að ræða áframhald fyrri rekstrar. Rekstur stöðvarinnar fer fram að sumarlagi og er staðsettur norðan við Súluveg á Akureyri. Akureyrarkaupstaður er rekstraraðili stöðvarinnar. Gert er ráð fyrir með fylgi leyfi til að reka bikgeymi á hafnarkanti.

Starfsleyfistillagan gerir ráð fyrir þeim möguleika að stöðin muni á starfsleyfistíma endurnota fræst malbik í framleiðsluna en það hefur ekki verið gert til þessa og að svo stöddu munu ekki vera áform um það. Annars er tillagan að mestu í samræmi við nýleg starfsleyfi fyrir sambærilega starfsemi. Umhverfisstofnun notar við gerð starfsleyfistillagna af þessu tagi skjalið „Environment Guidelines on Best Available Techniques (BAT) for the Production of Asphalt Paving Mixes“, útgefið af EAPA í júní 2007, sem viðmiðun fyrir bestu fáanlegu tækni.

Nánari upplýsingar á heimasíðu Umhverfisstofnunar.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan