Spáð einmuna blíðu á Akureyri og víðar

Mynd af heimasíðu Veðurstofu Íslands.
Mynd af heimasíðu Veðurstofu Íslands.

Veðurstofa Íslands spáir miklum hlýindum og einmuna veðurblíðu á norðaustan- og austanverðu landinu á næstu dögum og um komandi helgi. Gera má ráð fyrir allt að 20 stiga hita á veðursælum stöðum og er ekki ólíklegt að hitastigið á Akureyri verði á því róli.

Veðurhorfur næstu daga eru þessar samkvæmt Veðurstofu Íslands:

Á fimmtudag:
Suðvestanátt, víða 10-15 m/s. Dálítil væta og hiti 8 til 12 stig, en þurrt að mestu norðaustan- og austanlands og hiti 14 til 20 stig. 

Á föstudag:
Sunnan 8-15 og rigning, sums staðar talsverð vestantil á landinu. Þurrt að kalla um landið norðaustan- og austanvert. Hiti breytist lítið. 

Á laugardag:
Minnkandi suðlæg átt, rigning með köflum og hiti 7 til 12 stig, en bjartviðri norðaustantil og hiti 14 til 20 stig. 

Á sunnudag og mánudag:
Vestlæg átt og dálitlir skúrir, en þurrt á austurhelmingi landsins. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast á Suðausturlandi.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan