Slaufur á styttur - alþjóðlegi IBD dagurinn

í dag, 19. maí, er alþjóðlegir IBD dagurinn (Inflammatory bowel diseases) og það eru hátt í 40 lönd í fjórum heimsálfum sem taka þátt í því að halda upp á hann. Í ár verða byggingar eða þekkt kennileiti lýst upp með fjólubláu ljósi. Þar á meðal eru: Niagarafossarnir í Canada, skakki turninn í Pisa og litla hafmeyjan í Kaupmannahöfn.

Þar sem birtan hér á landi ríkir á þessum árstíma var ákveðið að setja fjólubláar slaufur á styttur/listaverk í tilefni dagsins. Tvær styttur á Akureyri, Reykjavík, Hafnarfirði og Ísafirði skarta því fjólubláum slaufum fram til 21. maí. CCU samtökin á Íslandi standa fyrir þessu hér á landi en þau eru hagsmunasamtök einstaklinga með sáraristilbólgu og Crohn´s sjúkdóm. Allrir eru hvattir til að taka mynd af sér með merktu listaverkunum og setja á netið með merkjunum:  #CCU og #IBD. 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan