Selló í hádeginu

Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir sellóleikari.
Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir sellóleikari.

Föstudaginn 5. febrúar heldur Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir sellóleikari hádegistónleika í Hofi. Þar leikur hún tvö öndvegisverk fyrir einleiksselló frá fyrri hluta 20. aldar: Serenöðu eftir Hans Werner Henze, en þar eru á ferð níu örstutt tóna-kvöldljóð, og Svítu eftir Gaspar Cassadó en hann var spænskur sellóleikari og ber verkið keim af spænskri þjóðlagatónlist.

Steinunn hefur búið í Frakklandi og starfað þar við tónlist um langt skeið. Hún er þó upphaflega Akureyringur, enda var hún nemandi við Tónlistarskólann á Akureyri í æsku. Hún er nú snúin aftur til heimahaganna, býr á Akureyri og unir þar vel.

Tónleikarnir eru liður í tónleikaröðinni Föstudagsfreistingum sem Tónlistarfélag Akureyrar stendur fyrir. Tónleikagestum gefst kostur á því að panta hádegismat á Bistro 1862 og borða þar að loknum tónleikum. Tónleikarnir hefjast kl. 12.00 og miðaverð er 2.000 kr.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan