Sameining sveitarfélaga og búferlaflutningar

Skipting Íslands í sveitarfélög og landshluta.
Skipting Íslands í sveitarfélög og landshluta.

Viðskipta- og raunvísindadeild Háskólans á Akureyri heldur málstofu föstudaginn 28. nóvember kl. 12.10 í stofu L101 þar sem Vífill Karlsson kynnir rannsókn sína á tengslum sameiningar sveitarfélaga og búferlaflutninga.

Í rannsókninni eru áhrif sameininga sveitarfélaga á búferlaflutninga rannsökuð, þ.e. hafa sameiningar sveitarfélaga leitt til hreins útflæðis eða innflæðis íbúa. Búferlaflutningar eru almennt drifnir áfram af landfræðilegum breytileika lífsgæða og nytja einstaklinganna. Þess vegna er rökrétt að búast við því að sameiningar sveitarfélaga sem leiða til hagræðingar og skila sér til íbúanna í formi bættrar þjónustu eða lægri skatta og þjónustugjalda myndu laða að nýja íbúa, eins og fræðimaðurinn Charles Tiebout (1924-1968) færði rök fyrir á sínum tíma.

Í rannsókninni verður kannað hvort þetta eigi við á Íslandi, stóru fámennu og dreifbýlu landi með tveimur meginþjónustukjörnum. Makró-panel gögn frá Íslandi verða notuð þar sem meðaltöl fyrir 79 íslensk sveitarfélög verða notuð frá 1990-2006. Frumniðurstöður benda til að fyrrnefnd áhrif séu afar takmörkuð.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan