Ókeypis barnabíó

Um næstu helgi verða barnasýningar á pólskum og tékkneskum teiknimyndaþáttum í sýningarsal Ungmenna-Hússins á 4. hæð Rósenborgar. Myndirnar eru allar án tals og því hvorki pólsku- né tékkneskukunnátta nauðsynleg til þess að njóta þeirra. Athugið að frítt verður inn, sýningar byrja kl. 16 bæði á laugardag og sunnudag og er sýningartími 45 mínútur.

Áhorfendur fá að kynnast ævintýrum hins Hugmyndaríka Dobromirs (Pomysłowy Dobromir) og Galdrablýantsins (Zaczarowany ołówek) frá Póllandi auk Klaufabárðanna (Pat a Mat) og Moldvörpunnar (Krtek) frá Tékklandi. Einhverjir muna eflaust eftir Klaufabárðunum sem sýndir voru á RÚV á níunda áratugnum þar sem nágrannarnir Pat og Mat taka sér alls kyns verkefni fyrir hendur og leysa þau eins og þeim einum er lagið; með jákvæðni að leiðarljósi og í rólegheitum, en ekkert endilega á sem skilvirkastan hátt til að byrja með.

Moldvarpan er ekki hrædd við að kanna hið óþekkta sem leynist rétt hjá holunni hennar og er áhugasöm um þau tæki, tól og persónur sem á vegi hennar verða. Í Galdrablýantinum nýta Pétur og hundurinn hans sér hjálp þessa einstaka skriffæris í ýmsum aðstæðum; allt sem Pétur teiknar verður að alvöru hlutum! Hinn snjalli og hugmyndaríki Dobromir býr með afa sínum og vini sínum, starranum, úti á landi. Þrátt fyrir ungan aldur er Dobromir laginn við að setja saman vélar og tæki, sem hann síðan notar á heimilinu við misjafnar undirtektir afa síns.

Skipulagning sýningarinnar er í höndum Alþjóðastofu og er viðburðurinn haldinn í samstarfi við Ungmenna-Húsið, Akureyrarstofu, kvikmyndaklúbbinn KvikYndi og Félag Pólverja á Akureyri.

English:

The Intercultural Centre invites the youngest of Akureyri to attend a screening of Polish and Czech cartoons next weekend at the Youth Centre (Ungmenna-Húsið) in Rósenborg (4th floor). The screenings start at 16 both Saturday and Sunday – admission is free of charge and the show is expected to take 45 min. The movie characters don't speak, thus the movies should be easy to understand for all age groups! :)

Episodes of the following cartoons will be shown: "The Inventive Dobromir" (Poland), "The Enchanted Pencil" (Poland), "Pat&Mat" (Czech Republic) and "The Mole" (Czech Republic). Although most of them were produced around 1970, they are often regarded as timeless because of their universal motifs; the main characters keep an open mind and a positive attitude while solving problems and are curious about the surrounding world and thus keen on exploring the unknown.

Polski:

Centrum Międzykulturowe zaprasza najmłodszych mieszkańców Akureyri na pokazy polskich i czeskich kreskówek, które odbędą się w najbliższy weekend w Rósenborgu (4 piętro). Projekcje rozpoczną się o godzinie 16:00 (zarówno w sobotę, jak i w niedzielę) i potrwają około 45 minut. Wstęp jest bezpłatny.

Bajki, które zostały wybrane do pokazu, to: „Zaczarowany Ołówek” (Polska), „Pomysłowy Dobromir” (Polska), „Sąsiedzi” (Czechy) oraz „Krecik” (Czechy). Mimo że wszystkie wyprodukowano jeszcze w ubiegłym wieku, powszechnie uważa się je za ponadczasowe z racji przesłania, jakie ze sobą niosą. Kreskówki mają charakter edukacyjny, nie występują w nich sceny przemocy. Ponadto bajki są pozbawione słów, dlatego też zrozumie je każde dziecko, niezależnie od języka, którym posługuje się na co dzień.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan