Námskeið með Andra Snæ Magnasyni, hluti af verkefninu Ungskáld

Andri Snær Magnason
Andri Snær Magnason

Laugardaginn 10. október verður námskeið í skapandi skrifum og skapandi hugsun með rithöfundinum Andra Snæ Magnasyni. Námskeiðið er fyrir ungt fólk á aldrinum18 - 25 ára og er hluti af Ungskáld, samkeppni sem er samvinnuverkefni Amtsbókasafnsins, Akureyrarstofu, Ungmenna-Hússins upplýsinga- og menningarmiðstöðvar í Rósenborg, Verkmenntaskólans á Akureyri og Menntaskólans á Akureyri. Námskeiðið kostar ekki neitt en það er takmarkað sætaframboð og nauðsynlegt að skrá sig í netfangið ungskald@akureyri.is

Bækur Andra Snæs hafa komið út í 30 löndum og hann hefur fengið íslensku bókmenntaverðlaunin í öllum flokkum. Hann hefur skrifað barnabækur, ljóð og vísindaskáldsögur, hann skrifaði Draumalandið og leikstýrði heimildarmynd og hefur skrifað fyrir leikhús. Ritlistin teygir anga sína í allar áttir og mun Andri Snær miðla af reynslu sinni á námskeiði sem ætti að vera hugvíkkandi og hvetjandi fyrir alla sem vilja feta listabrautina í framtíðinni.

Verkefnið er styrkt Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra.  

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan