Miðaldadagar á Gásum

Miðaldadagarnir verða haldnir dagana 18. – 20. júlí kl. 11-18. Þá færist líf í Gásakaupstað sem var forn verslunarstaður á miðöldum og aðal umskipunarhöfn landsins.  Handverksfólk vinnur að smáhandverki, þung hamarshögg eldsmiðsins heyrast um allt, brennisteinn verður hreinsaður, skip koma að landi, háreysti kaupmanna óma um allt og stundum slær í brýnu milli þeirra og kaupenda. Ljúfir tónar líða um svæðið um leið og það kraumar í pottum. Leiðsögn verður um fornleifasvæðið þar sem hinn forni verslunarstaður stóð. Sjón er sögu ríkari.

Dagskrá Miðaldadaga má sjá á www.gasir.is og fésbókarsíðunni Miðaldadagar á Gásum. Gásir eru 11 km fyrir norðan Akureyri.

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan