Meiri og betri útivist

Úr Krossanesborgum.
Úr Krossanesborgum.

Á mánudag var listaverkið Sigling fært niður að Pollinum við Drottningarbraut. Þar stendur það við nýjan göngustíg sem strax er orðinn vinsæll meðal bæjarbúa og gesta bæjarins. Ýmislegt fleira hefur verið gert í sumar til að auka útivistarmöguleika og afþreyingu bæjarbúa og ferðafólks.

Í fólkvangnum í Krossanesborgum var gerður 0,6 km stígur og er heildarlengd útivistarstíganna þar orðin 4,4 km að lengd. Einnig var komið fyrir 10 upplýsingaskiltum víðsvegar um svæðið þar sem ýmsan fróðleik er að finna svo sem um fuglalíf, plöntur, jarðfræði, hernám, áveituskurð og eyðibýlið Lónsgerði.

Á Hamarkotstúni var settur upp 9 körfu frisbígolfvöllur og eru bæjarbúar hvattir til að nýta sér þennan nýja afþreyingarmöguleika. Skorkort eru aðgengileg í kassa við upphafsreit.

Og austan Glerár við gömlu steypustöðina hefur verið gerð fjallahjólabraut þar sem bæjarbúar geta nú reynt sig í miserfiðum torfærum.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan