María Franklín 100 ára

Eiríkur bæjarstjóri heilsar Maríu Franklín.
Eiríkur bæjarstjóri heilsar Maríu Franklín.

María Franklín Jóhannesdóttir fagnar 100 ára afmæli sínu í dag. María býr á Öldrunarheimilinu Hlíð og unir hag sínum þar vel. Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri heimsótti hana um kaffileytið í dag og færði afmælisbarninu blómvönd. María Franklín hefur unun af því að dansa og vildi endilega taka Eirík á orðinu þegar hann bauð henni upp í dans en úr því gat því miður ekki orðið í þetta sinn.

María fæddist að Engimýri í Öxnadal en fluttist til Akureyrar á unglingsárunum. Þar giftist hún síðar Jóhanni Franklín bakarameistara og saman áttu þau fimm börn. Sérstök afmælisveisla með fjölskyldunni verður haldin á laugardag en í kaffisamsætinu með fólkinu á Hlíð var Valgerður dóttir Maríu og tengdasonurinn Jóhann Sigurjónsson.


Talið frá vinstri: Jóhann Sigurjónsson, Valgerður Árdís Franklín, María Franklín og Eiríkur Björn.


Afmæliskvæði sem einn af vinum Maríu á Hlíð orti til hennar í tilefni dagsins.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan