Listaverkaganga

Forsíða bæklings Akureyrarstofu um útilistaverk á Akureyri.
Forsíða bæklings Akureyrarstofu um útilistaverk á Akureyri.

Í tilefni samgönguvikunnar leiðir Brynhildur Kristinsdóttir svokallaða listaverkagöngu fimmtudaginn 18. september þar sem skoðaðar eru nokkrar höggmyndir og útilistaverk miðsvæðis á Akureyri. Gangan hefst kl. 17.00 austan Drottningarbrautar við verkið Siglingu eftir Jón Gunnar Árnason.

Gangan er einnig farin til að fagna útgáfu glæsilegs bæklings um útilistaverk á Akureyri sem unninn var á vegum Akureyrarstofu.

Gangan tekur um klukkustund og verða meðal annars skoðuð verk eftir Ásmund Sveinsson, Jón Gunnar Árnason, Tove Olafsson, Sigurjón Ólafsson, Steinunni Þórarinsdóttur, Ragnhildi Stefánsdóttur, Jónas Jakobsson, Nóa og fleiri.

Allir velkomnir.

Myndirnar að neðan eru úr áðurnefndum bæklingi. Smellið á þær til að sjá stærri útgáfur og fletta á milli þeirra.

Hér má sjá bæklinginn um Útilistaverk á Akureyri á pdf-formi.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan