Leiðsögn og snjóskúlptúr

Elísabet Geirmundsdóttir.
Elísabet Geirmundsdóttir.

Leiðsögn verður í Listasafninu á Akureyri á morgun, fimmtudaginn 15. janúar, kl. 12.15-12.45 um yfirlitssýningu Elísabetar Geirmundsdóttur, Listakonan í Fjörunni, sem opnaði um síðustu helgi. Guðrún Pálína Guðmundsdóttir, fræðslufulltrúi, og Ásgrímur Ágústsson, sonur Elísabetar, taka á móti gestum og fræða þá um sýninguna og einstaka verk. Aðgangur er ókeypis.

Elísabet Geirmundsdóttir var fjölhæf alþýðulistakona sem ef til vill er þekktust fyrir höggmyndir sínar þó hún gerði einnig málverk og teikningar auk þess að myndskreyta bækur, hanna hús og merki og semja ljóð og lög.

Sýningin er unnin í samvinnu við Minjasafnið á Akureyri og fjölskyldu Elísabetar. Sýningarstjóri er Hlynur Hallsson. Sýningin stendur til 8. mars og er opin þriðjudaga til sunnudaga kl. 12-17. Aðgangur er ókeypis.

Í tengslum við sýninguna Listakonan í Fjörunni verður haldin smiðja í gerð snjóskúlptúra í Listagilinu, laugardaginn 17. janúar kl. 13-16. Smiðjan er í boði Norðurorku og er opin börnum og fullorðnum. Listakonurnar Jóna Hlíf Halldórsdóttir og Brynhildur Kristinsdóttir munu þá taka á móti fólki á öllum aldri og kenna því að gera skúlptúra úr snjónum í Listagilinu. Allir velkomnir.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan