JónsmessuVaka 2016 á Akureyri

Frá JónsmessuVöku 2015
Frá JónsmessuVöku 2015

Hefð hefur skapast fyrir því á Akureyri að vaka á Jónsmessunni 23. -24. júní og njóta fjölbreyttrar dagskrár. Í ár munu gestir m.a. geta synt í Sundlaug Akureyrar til klukkan 2 um nóttina. Listasafnið á Akureyri ætlar að bjóða gestum að gista í safninu en fólk þarf að muna eftir svefnpoka og dýnu. Í Sigurhæðum verða Vandræðaskáldin með vandræðagang og ÁLFkonur mynda í miðbænum. Í Friðbjarnarhúsi í Innbænum þar sem Leikfangasýningin verður garðveisla og svo verður boðið upp á salsastund fyrir byrjendur í Fræi / Flóru. Opið verður í Flóru til miðnættis og gestir geta séð þar sýningu Ástu Guðmundsdóttur textíllistakonu. Í Minjasafninu verður leiðsögn um sýninguna "Ertu tilbúin frú forseti?" sem og vasaljósaleiðsögn um sýningun Nautn í Listasafninu kl 01.00 um nóttina. Í Deiglunni spilar Drinnik sem er akureyskt band sem spilar frumsamda tónlist undir áhrifum sígaunasvings. Hver veit nema að það verði komin langþráð gangbraut í Listagilið þegar við fáum okkur dögurð kl 9 undir berum himni. Á fésbókarsíðu viðburðarins má sjá nánari upplýsingar um viðburðina.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan