Ingólfur 100 ára

Ingólfur sló á létta strengi og bæjarstjórinn hafði gaman af.
Ingólfur sló á létta strengi og bæjarstjórinn hafði gaman af.

Í dag fagnaði Ingólfur Lárusson, íbúi á Öldrunarheimilum Akureyrar, 100 ára afmæli sínu í faðmi fjölskyldu og vina. Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri, heimsótti Ingólf í tilefni dagsins og fór vel á með þeim, enda þekkja þeir báðir vel til austur á Héraði hvaðan Ingólfur er ættaður en Eiríkur var bæjarstjóri þar í átta ár (á Fljótdalshéraði).

Ingólfur fæddist í Jökulsárhlíð en var alinn upp í Fagradal í Vopnafirði. Á stríðsárunum kom hann til Akureyrar og starfaði sem bílstjóri hér í bæ. Þá kynntist hann verðandi eiginkonu sinni, Kristínu Pálsdóttur af Ströndum og þau hófu búskap sinn þar fyrir vestan. Árið 1955 keyptu þau Gröf í Eyjafirði og byggðu upp þá jörð. Kristín lést árið 2012. Þau Ingólfur eignuðust þrjá syni, Þorstein og Sigurð sem búa nú tvíbýli að Gröf, og Lárus sem er kennari í Reykjavík.


Frá vinstri: Sigurður, Þorsteinn, Ingólfur og Eiríkur.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan