Hvalaskoðunarbærinn Akureyri

Mynd frá Ambassador.
Mynd frá Ambassador.

Metaðsókn var í hvalaskoðun frá Akureyri í gær þegar rúmlega 400 manns sigldu frá Torfunefsbryggju í fjórum ferðum með Ambassador og tveimur með Húna II. Í allt sumar hefur það ekki brugðist í einni einustu ferð að hvalir sjáist, 100% árangur hefur náðst, og ferðafólkið var ekki svikið af hvalaskoðuninni í gær.

Í öllum ferðum gærdagsins sáust hnúfubakar og í gærkvöldi þurrkaði glæsilegur hnúfubakur sig upp úr haffletinum á milli bátanna við fagnaðarhróp áhorfenda. Mikið hefur verið af hvölum í Eyjafirði í sumar og þarf ekki að sigla í nema 30-50 mínútur til að finna þá. Nú þegar norðanáttir hafa ríkt er skjólbetra á firðinum en víða annars staðar og því er aðsókn í hvalaskoðunarferðir frá Akureyri mikil.

Sjá einnig frétt á mbl.is og Facebook-síðu Ambassadors.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan