Hlíðarfjall opnað á morgun

Mynd: Auðunn Níelsson.
Mynd: Auðunn Níelsson.

Skíðabrekkurnar í Hlíðarfjalli verða opnaðar kl. 16.00 á morgun, föstudag, og má segja að þá hefjist formlega skíðavertíðin á Norðurlandi. Snjó hefur kyngt niður í Eyjafirði síðustu vikuna eftir snjólaust haust sem stóð raunar fram í desember.

„Já, það má segja að þetta sé ýmist of eða van. Það hefur þó ekki fest mikinn snjó hér í Fjallinu. Þetta fýkur allt jafnóðum niður í bæ en það hefur verið kalt og við höfum því getað látið snjóbyssurnar ganga viðstöðulaust til að búa til gott skíðafæri,“ segir Guðmundur Karl Jónsson forstöðumaður skíðasvæðisins. „Hér er því fönn, fönn, fönn, ekta íslensk fönn, eins og Stuðmenn sungu um árið.“

Opið verður í Hlíðarfjalli frá kl. 16–19 á föstudaginn og frá 10–16 á laugardag og sunnudag. Á mánudag verður opið frá kl. 12–19 en lokað á Þorláksmessu.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan