Hjóladagur fjölskyldunnar

Eggert Þór Óskarsson ásamt fjölskyldu sinni.
Eggert Þór Óskarsson ásamt fjölskyldu sinni.

Laugardagurinn 20. september er hjóladagur fjölskyldunnar á Akureyri. Viðburðaríkur dagur hefst á því að Hjólreiðafélag Akureyrar leiðir hljólalestir frá grunnskólum bæjarins að nýja hjólreiða- og göngustígnum við Drottningabraut. Lagt verður af stað frá grunnskólunum kl. 12.30. Um klukkan eitt verður nýi stígurinn formlega vígður og síðan hjólað inn á Ráðhústorg.

Á torginu verður góð dagskrá fyrir alla fjölskylduna þar sem verða grillaðar pylsur og boðið upp á hressandi drykki með. Vistvæn ökutæki og rafhjól verða kynnt, börnin fá að kríta á götur og stræti, slökkviliðið mætir á svæðið og börnum gefst kostur á að láta taka mynd af sér í bílstjórasætinu á strætó.

Nú er um að gera að drífa fram hjólhestana og hjálmana og hjóla frá grunnskólanum í þínu hverfi með lestinni niður í bæ til að njóta dagsins með góðri fjölskylduskemmtun.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan