Heilsuvika í Oddeyrarskóla

Ávaxtadagur á kaffistofunni.
Ávaxtadagur á kaffistofunni.

Vikuna 6.-10. október stóð heilsunefnd Oddeyrarskóla fyrir heilsuviku fyrir starfsmenn. Lögð var áhersla á bæði líkamlega og andlega heilsu og var ýmislegt gert til að stuðla að góðri alhliða heilsu starfsmanna. Þeir tóku þátt í heilsubingói en þar þurfti fólk að hreyfa sig á ýmsan hátt, til að mynda með því að hlaupa eða ganga upp kirkjutröppurnar, fara í sund, hlæja, sippa og "fara í planka".

Mjög líflegt var á kaffistofu starfsfólk þessa daga því fólk notaði gjarnan kaffitímann til að standa við fögur fyrirheit sem skráð höfðu verið á þar til gerð spjöld.

Á mánudag var farið í vikulega göngu með gönguklúbbi Oddeyrarskóla. Á þriðjudag voru grinilegir ávaxtabakkar í boði í kaffitímanum og á miðvikudag kom Hildur Eir á starfsmannafund og talaði um andlega vellíðan. Á þeim fundi var boðið upp á græn heilsuskot og heimalagaðar hollustukúlur. Á fimmtudag var Eva Reykjalín með zumbatíma á sal. Heilsuvikunni var svo lokað með með að dregið var út eitt bingóspjald og fékk eigandi þess fallega heilsukörfu í verðlaun.

Vikan var sérlega skemmtileg og starfsfólk skólans tók virkan þátt í þeim uppákomum sem boðið var upp á.

Fréttabréf Oddeyrarskóla Tengja.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan