Grófin fær hvatningarverðlaun

Jóhann Björn Ævarsson afhendir Eymundi L. Eymundssyni, Valdísi Eyju Pálsdóttur, Friðriki Einarssyni …
Jóhann Björn Ævarsson afhendir Eymundi L. Eymundssyni, Valdísi Eyju Pálsdóttur, Friðriki Einarssyni og Brynjólfi Ingvarssyni hvatningarverðlaunin. Mynd: Páll Jóhannesson.

Grófin geðverndarmiðstöð á Akureyri fékk ahent hvatningarverðlaun laugardaginn 3.október frá forvarna- og fræðslusjóðnum ,,Þú getur”. Forvarna- og fræðslustarf Grófarinnar hefur vakið athygli og hjálpað mörgum að stíga skrefið í átt að bættum lífsgæðum. Um leið var fjórum einstaklingum úr Grófinni sem eru í háskólanámi veittir námstyrkir en það eru þau Hrafn Gunnar Hreiðarsson, Gréta Baldvinsdóttir, Svana Sigríður Þorvaldsdóttir og Elísabet Ragnarsdóttir. 

Þetta er mikil viðurkenning á forvarnarstarfi Grófarinnar sem gefur Grófarfólki aukinn kraft og sýnir um leið að allt er hægt með samstillltu átaki. Um þessar mundir mæta yfir 20 manns á dag í Grófina til að efla sjálfan sig með öðrum en unnið er eftir hugmyndarfræði valdeflingar og batamódels á jafningjagrunni.

Stofnandi forvarna- og fræðslusjóðisins ,,Þú getur“ er Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir og hefur sjóðurinn hjálpað mörgum í gegnum tíðina að stunda sitt nám. Jóhann Björn Ævarsson, bróðir Ólafs, kom norður og ahenti Hvatningarverðlaunin og styrkina í Pennanum-Eymundsson að viðstöddu fjölmenni sem fékk einnig að njóta lifandi tónlistar.

Markmið Forvarna- og fræðslusjóðsins ÞÚ GETUR! eru:

  1. Að styrkja þá til náms sem orðið hafa fyrir áföllum eða hafa átt við geðræn veikindi að stríða.
  2. Að efla þjónustu við geðsjúka á sviði fræðslu og forvarna.
  3. Að draga úr fordómum gegn geðsjúkdómum.

http://www.thugetur.is/

https://grofin.wordpress.com/

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan