Bækur og páskar

Kristján Karl ráðleggur viðskiptavini um val á matreiðslubókum á markaðinum í dag.
Kristján Karl ráðleggur viðskiptavini um val á matreiðslubókum á markaðinum í dag.

Ótvírætt merki um að páskarnir eru á næsta leiti er að bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda er kominn til Akureyrar. Markaðurinn er að þessu sinni haldinn að Óseyri 1 þar sem Nettó var í gamla daga og síðar Múrbúðin. Opið verður daglega frá kl. 10-18 til og með 7. apríl.

Kristján Karl Kristjánsson á veg og vanda að því að setja markaðinn upp hér fyrir norðan og segir að hann sé nú stærri en nokkru sinni fyrr. Fornbókadeildin er stærri en áður, barnabækur eru að venju mjög áberandi og úrval matreiðslubóka af öllu tagi hefur aldrei verið meira.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan