Aukin umsvif á Glerártorgi

Frá fundinum í hádeginu í dag.
Frá fundinum í hádeginu í dag.

Fasteignafélagið Eik hefur sem kunnugt er eignast verslunarmiðstöðina Glerártorg og á hádegisverðarfundi Samtaka atvinnurekenda á Akureyri í dag kynntu Garðar Hannes Friðjónsson forstjóri Eikar og Vilhelm Patrick Bernhöft framkvæmdastjóri eignasviðs félagsins það sem framundan er á Glerártorgi. Kom fram í máli þeirra að blómlegir tímar séu nú að fara í hönd og að innan fárra mánaða muni verslunarmiðstöðin hafa tekið stakkaskiptum.

Í byrjun þessa árs bárust fregnir af því að 12 verslunarrými stæðu auð á Glerártorgi en samkvæmt upplýsingum Garðars og Vilhelms hefur nú verið samið við nýja rekstraraðila um öll plássin nema þrjú en vonir standa til að þau verði einnig leigð út fljótlega.

Garðar og Vilhelm lögðu áherslu á að styrkja þurfi innviði Glerártorgs, stórauka markaðsstarf og byggja þar upp góða þjónustu við viðskiptavini, ekki síst barna- og fjölskyldufólk. Mjög góð mæting var á fundinn og almennt gerður góður rómur að máli félaganna frá Eik fasteignafélagi.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan