Afhending styrkja frá Landsbankanum vegna Akureyrarvöku

Afhending styrka Landsbankans vegna Akureyrarvöku
Afhending styrka Landsbankans vegna Akureyrarvöku

Landsbankinn og Akureyrarvaka hafa átt í farsælu samstarfi og Landbankinn verið einn að helstu bakhjörlum hátíðarinnar. Í ár líkt og síðustu ár var auglýst eftir umsóknum um styrki vegna viðburða og styrkþegar tóku á móti viðurkenningarskjali í síðustu viku. Verkefni þessa árs eru fjölbreytt líkt og áður en jazz og ljósmyndir koma sterkt inn.  Verkefnin sem hlutu styrk eru ljósmynda- og sögusýningin „Heimsókn til Smára“ en þar sýnir myndlistarkonan Dagbjört Brynja Harðardóttir Tveiten ljósmyndir og ákveðna sögu sem fylgir myndunum.  Sýning verður í gluggum Eymundsson. Önnur ljósmyndasýning sem fékk styrk ber yfirskriftina  „Rétt eða rangt“ og þar sýna fimm ljósmyndarar sem hafa unnið saman síðustu tíu ár. Þetta eru þau Andri Thorsteinsson, Daníel Starrason, Helga Kvam, Magnús Andersen og Völundur Jónsson. Sýninguna má sjá á Ráðhústorgi 7. Hljómsveitin JazzAk-3 og tónlistarmaðurinn Dimitrios Theodoropoulos eru einnig styrkhafar og mun bandið og Dimitri flytja þekkta jazzstandara á Ráðhústorgi. Verkefnið Húllafjör fékk styrk en þar  mun Unnur María Bergsveinsdóttir kenna öllum áhugasömum, jafnt ungum sem öldnum að húlla. Fyrir utan verkefnin sem upp eru talin hér að ofan er Landsbankinn styrktaraðili skemmtilegrar danskennnslu sem verður í höndum þeirra Evu Reykjalín og Guðrúnar Huldar frá Steps dancecenter og Listahlaupafélag Skautafélags Akureyrar verður með einfalda andlitsmálningu, þar sem ungviðinu gefst kostur á að vera litla kisur,fiðrildi,blóm og fleira.

Á myndinni með fréttinni má sjá frá vinstri: Arnar Pál Guðmundsson útibússtjóra Landsbankans á Akureyri, Völund Jónsson, Dagbjörtu Brynju Harðardóttur Tveiten, Theodór Haraldsson og Dimitrios Theodoropoulos.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan