Úrslit Siljunnar 2015

Nemendur úr Glerárskóla fengu 1. verðlaun í Siljunni
Nemendur úr Glerárskóla fengu 1. verðlaun í Siljunni

Barnabókasetur stóð nú á dögunum fyrir myndbandasamkeppni fyrir nemendur í 5.-10. bekk í grunnskólum við Eyjafjörð.

Markmiðið var að hvetja börn og unglinga til lesturs og tjá sig um bækurnar sem þau lesa. Með því að gera lestur barna og unglinga sýnilegri og virkja hina ungu lesendur til jafningjafræðslu getum við fjölgað lestrarhestunum - fengið fleiri til að brokka af stað - og gert lestur að spennandi tómstundaiðju. Ekki veitir af!

Nemendur gátu unnið einir eða í hópi og höfðu frjálsar hendur um efnistök. Aðalatriðið var að fá þá til að lesa og nota hugmyndaflugið og tæknina. Umfjöllunarefnið var ein nýleg barna- eða unglingabók að eigin vali.

Nú hefur dómnefnd farið yfir myndböndin og raðað í sæti en alls bárust níu myndbönd í samkeppnina.

Brosbókin

Fyrstu verðlaun hlutu Jón Páll Norðfjörð og Adam Ingi Viðarsson, nemendur í Glerárskóla. Þeir gerðu myndband um Brosbókina eftir Jónu Valborgu Árnadóttur.

Umsögn dómnefndar: Vel gert, skemmtilegt, ná andanum í bókinni, boðskapnum, góð hugmynd að gera stiklu.

Hafnfirðingabrandarinn

Önnur verðlaun hlutu Egill Andrason og Arndís Eva Erlingsdóttir, nemendur í Brekkuskóla. Þau gerðu myndband um Hafnfirðingabrandarann.

Umsögn dómnefndar:  Afar skemmtilegt, vel gert, vel leikið, segja frá persónum og nota setningar úr bókinni, unnið í samtalsformi.

Harmur við Hausafell - Martöð 22

Þriðju verðlaun hlutu Kolbrún Svafa, Henning , Katrín Nicola, Sigrún Edda, Katrín Ásta og Helga Hrund, nemendur í Grímseyjarskóla. Þau gerðu myndband um Martröð 22 í flokknum Gæsahúð fyrir eldri eftir Helga Jónsson.

Umsögn dómnefndar:  Skemmtileg nálgun, blanda saman svarthvítu og lit til að aðgreina bók og gagnrýni, vantaði hljóð þegar gagnrýnendur töluðu. 

Brosbókin - https://vimeo.com/127274815

Brosbókin - https://www.youtube.com/watch?v=yFf56nJunV4&feature=youtu.be

Amma glæpon - https://www.youtube.com/watch?v=RGyVPum7KS0

Hjálp - https://youtu.be/Jk6_X9Rkklo

Bíóbörn - http://youtu.be/rxPKsONetD4

Hafnfirðingabrandarinn - https://www.youtube.com/watch?v=VzEgQdOCDVo&feature=youtu.be 

Martröð 22 - https://www.youtube.com/watch?v=ck80c1MzCyA

Þín eigin þjóðsaga - https://www.youtube.com/watch?v=AIYENyk_cIs

Afbrigði - https://www.youtube.com/watch?v=UmjbkJxhnZw

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan