Ung skáld á Akureyri - Verðlaunaafhending

Í dag verða veitt verðlaun hér á Amtsbókasafninu í samkeppni ungskálda. Athöfnin hefst klukkan 17:00.

,,Að verkefninu Ung skáld á Akureyri standa Amtsbókasafnið, Akureyrarstofa, Ungmenna-Húsið, Háskólinn á Akureyri MA og VMA með stuðningi Menningarráðs Eyþings . Þetta er samkeppni ungs fólks á aldrinum 16-25 ára um best ritaða textann.

Markmiðið er að veita ritlist ungs fólks meiri athygli, hvetja þau til að skapa og búa þar með til vettvang til að koma verkum sínum á framfæri.

Þetta er í annað sinn sem þessi keppni fer fram. Veitt verða verðlaun fyrir fyrsta, annað og þriðja sæti.
Verk sigurvegarans verður lesið upp fyrir áheyrendur auk þess sem dómnefndin verður með örstutta umfjöllun um verk sigurvegaranna þriggja.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan