Tímarit í Rafbókasafninu

Kæru safngestir! Nú er hægt að fá lánuð tímarit í Rafbókasafninu og er um nokkur hundruð titla að ræða.

Það sem er öðruvísi við tímaritin er að fleiri en einn lánþegi geta haft sama blaðið í láni í einu. Tímaritin skilast sjálfkrafa þegar útlánstími rennur út. Það er hægt að vera áskrifandi að nýjustu tölublöðunum og þá fær fólk tilkynningu um ný tölublöð þegar þau verða aðgengileg.

Til að skrá sig inn á Rafbókasafnið þarf að vera með gilt bókasafnskort og notandanafnið er hið svokallaða GE-númer á bókasafnskortinu. Lykilorðið þarf að vera a.m.k. átta stafa langt (sambland af tölustöfum og bókstöfum) og það er hægt að fá lykilorð hjá starfsfólki eða fara inn á "Mínar síður" á leitir.is og búa til lykilorð.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan