Samspilastund og málþing

Vaka - Þjóðlistahátíð
Vaka - Þjóðlistahátíð

Samspilastund í hádeginu á fimmtudag í tengslum við Vöku, þjóðlistahátið - Komdu að spila og syngja með listamönnum Vöku eða bara hlýða á og fá þér góðan hádegisverð.
Amtsbókasafnið, kl. 12:30 - 13:30

Málþingið, Alþýðutónlist: Rannsóknir og iðkun, hefst kl. 13:30 og stendur til 16:30

Á málþinginu verður fjallað um hvaða tilgang rannsóknir á alþýðutónlist hafa og hvað tekur við að þeim loknum. Geta slíkar rannsóknir haft hagnýtt gildi, aukið kennslu og kynningu og þar með orðið til þess að auka áhuga almennings á að iðka þjóðlega tónlist og viðhalda henni?

Málþingsstjóri: Rósa Þorsteinsdóttir, þjóðfræðingur

Fyrirlesarar:

Eyjólfur Eyjólfsson fjallar um rannsóknir sínar á íslenska langspilinu.

Pétur Húni Björnsson segir frá rannsóknum sínum á þjóðlagasöfnun sr. Bjarna Þorsteinssonar.

Mharhi Baird segir frá bakkalársnámi sínu í Skotlandi, meistaranáminu á Írlandi og leiðinni til að verða kennara og atvinnu hljóðfæraleikari.

Stein Villa fjallar um vinnuna á vegum Spelmannslag þjóðlagatónlistarmannanna í Gjøvik í Noregi.  

Bjarki Sveinbjörnsson segir frá tónlistarrannsóknum á vegum Tónlistarsafns Íslands.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan