Listamaður á söguslóðum - Fellur niður vegna veðurs!

Johannes Larsen á ferð um Ísland 1927 og 1930
Johannes Larsen á ferð um Ísland 1927 og 1930

Hlustið á rithöfundinn Vibeke Nørgaard Nielsen

sem hafa kynnt sér sögu Johannesar Larsens mjög vel,

segja frá ferðum þessa danska málara um Ísland 1927 og 1930.

11. febrúar 2015 á Amtsbókasafninu á Akureyri

Í upphafi dagskrárinnar er kynning á myndlistarsýningu með teikningum Johannesar Larsens „Listamaður á söguslóðum“ sem sýndar verða á Listasafni Sigurjóns Ólafssonar 31. januar til 22. marts 2015. Því næst mun höfundur bókarinnar um Johannes Larsen segja frá löngum og erfiðum ferðalögum Johannesar Larsens um Ísland á árunum 1927 og 1930.

Listmálarinn Johannes Larsen fór í tvær ferðir til Íslands til að teikna myndir fyrir hátíðarútgáfu Íslendingasagna sem kom út í tilefni af  þúsund ára afmælishátíð Alþingis á Íslandi 1930.

Vibeke Nørgaard Nielsen hefur lesið dagbækur Johannesar Larsens og ferðast í fótspor hans og árið 2004 gaf Safn Johannesar Larsens í Kerteminde út bók hennar SAGAFÆRDEN - Island oplevet af Johannes Larsen -1927 og 1930. Nú hefur Sigurlín Sveinbjarnardóttir þýtt bókina á íslensku. Er hún gefin út hjá bókaútgáfunni Uglu og ber titilinn Listamaður á söguslóðum. Johannes Larsen á ferð um Ísland 1927 og 1930.

Í fyrirlestri með myndum af íslenskri náttúru og teikningum Johannesar Larsens fylgjum við ferðaáætlun hans um söguslóðir. Myndasýning og fyrirlestur Vibeke Nørgaard Nielsen

Lesið meira um Johannes Larsen á  www.johanneslarsenmuseet.dk og um sýninguna á  www.lso.is

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan