Huldufólk og þjóðsagnaverur - myndlistarsýning barnanna 6.-30. apríl!

English below
-----

Í tilefni af Barnamenningarhátíð á Akureyri og ráðstefnu um Huldufólk í heimabyggð heldur 1. bekkur í Glerárskóla myndlistarsýningu í sýningarrými Amtsbókasafnsins á Akureyri. Hún hefst með sérstakri opnun 6. apríl og stendur út mánuðinn.

Börnin eru 17 talsins og eru nú djúpt sokkin í sögur um álfa, huldufólk og aðrar vættir hjá umsjónarkennara sínum, Hólmfríði Guðnadóttur. Þau fara í leiðsögn um Huldustíg í lystigarðinum til að komast í návígi við þær verur sem þar búa. Eftir að hafa lært um þennan hulda heim á Íslandi velja þau sér veru til að mála á striga. Listaverkin verða til sýnis 6.-30. apríl ásamt stuttum viðtölum við börnin um veruna.

6. apríl kl 12:00 bjóða börnin öllum áhugasömum á opnun sýningarinnar. Þar verður í boði kaffi og eitthvað sætt undir tönn. Kíkið endilega við og heilsið upp á listafólk framtíðarinnar.

Við hvetjum ykkur til að mæta með umhverfisvænum hætti á viðburðinn. Frítt er í strætó og allir strætisvagnar stoppa í miðbænum í 300 metra fjarlægð frá safninu.

-----

On the occasion of the Children's Culture Festival in Akureyri and a conference on Hidden Folk in the local community, the 1st grade in Glerárskóli is putting up an art exhibition in the exhibition space of the Amtsbókasafn in Akureyri this April.

The children are 17 in total and are now learning about Icelandic elves, hidden people and other folk creatures from their tutor, Hólmfríður Guðnadóttir. They go on a guided tour of Huldustígur in Lystigarðurinn to get up close and personal with the folk creatures that live there. After learning about this hidden world of Iceland, they choose a creature to paint. The artworks will be on display from 6-30. April along with short interviews with the children about the creature.

April 6 at 12:00 the children invite everyone interested to the opening of the exhibition. There will be coffee and something sweet to eat. Be sure to stop by and say hello to the artists of the future.

We encourage you to attend the event in an environmentally friendly manner. The bus is free and all buses stop in the city center 300 meters from the museum.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan