Hönnun í Hofi

100 hönnunarbækur í Hofi
100 hönnunarbækur í Hofi

Amtsbókasafnið og Hof í ritlistarsamstarf Amtsbókasafnið og Menningarhúsið Hof vinna saman að dagskrá þar sem fjallað er um ritlist og bókmenntir á einn eða annan hátt.  Markmiðið með samstarfinu er meðal annars að auka sýnileika ritlistar og bókmennta í samfélaginu.

BÓKAHILLAN

Bókahillu hefur verið komið fyrir á veitingastaðnum í Hofi, 1862 Nordic Bistro, og geta gestir og gangandi gluggað í bækurnar í hillunni. Amtsbókasafnið sér um að fylla á hilluna en bókunum er skipt út mánaðarlega og í hverjum mánuði er ákveðið þema.

Í mars er þemað; Hönnun.

hönnun í hofi

Hönnun er alstaðar!

Hugtakið liggur svo að segja í loftinu og af því virðist stafa eins konar ljóma.

Hönnun er viðurkenndur hluti menningarsögunnar og það þykir sjálfsagt að fólk þekki sígilda nútímahönnun eins og listir.

Flest allt í umhverfi okkar er meira eða minna hannað og góð hönnun er þegar tekist hefur að sameina fagurfræðilegt og hagkvæmt gildi vöru eða þjónustu.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan