Græn skref - 1. skref komið!

Kæru safngestir og velunnarar! Amtsbókasafnið og Héraðsskjalasafnið á Akureyri fengu í dag viðurkenningu fyrir að hafa náð fyrsta skrefinu af fimm í verkefninu Græn skref.  Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) halda utan um verkefnið og þær Kristín Helga Schiöth og Sigurborg Ósk Haraldsdóttir afhentu starfsfólki safnanna viðurkenningarskjal fyrir áfangann (sjá mynd til hliðar og stærri útgáfu fyrir neðan).

Græn skref eru til þess að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum stofnanna og efla umhverfisvitund starfsmanna. Meðal þess sem verkefnið tekur til eru innkaup, samgöngur, flokkun og viðburðahald.

Við erum ákaflega stolt af þessum árangri og stefnum ótrauð á næsta skref!

Konur í stiga haldandi á viðurkenningu

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan