Bók í mannhafið

Bækur fyrir alla!
Bækur fyrir alla!

Bók í mannhafið

taktu bók með þér heim og settu nýja í staðinn.

 

Verkefnið „Bók í mannhafið“ er að frumkvæði Miðstöðvar skólaþróunar,

Bókasafns Háskólans á Akureyri, Amtsbókasafnsins og Akureyrarstofu.

Gefendur bókanna eru Amtsbókasafnið og viðskiptavinir þess.

 

Í hillunni eru bækur sem fólk á öllum aldri getur tekið með sér heim,

m.a. kiljur, barnabækur, þjóðlegur fróðleikur, ævisögur o.þ.h.

Hver bók er merkt með límmiða með áletruninni:

Bók í mannhafið.

Að lestri loknum má koma bókinni aftur í umferð.

Bókakassa og bókahillur má finna í Sundlaug Akureyrar, á Glerártorgi

 og í Apótekaranum í Hrísalundi.

Almenningur getur einnig sett sína eigin bók í mannhafið

með því að skilja hana eftir í bókakössum eða hillum á þessum stöðum.

Lestur er alltaf góð hugmynd!

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan