Álfabækur - engu líkar...

GARASON
GARASON

Álfabækur - Elfbooks – Elfenbücher – Elfebøger – Livres des elfes...

Opnun föstudaginn 28. júní kl. 12:00 - Allir hjartanlega velkomnir!

Amtsbókasafninu er heiður af því að verða fyrst til að setja upp sýningu á myndverkum Guðlaugs Arasonar. Sýningin samanstendur af litlum bókaskápum fullum af örsmáum, þekktum, íslenskum sem erlendum bókum. Hver bókaskápur er heimur útaf fyrir sig og þar búa bæði skáld og ýmsar kynjaverur. Bækurnar kallar Guðlaugur álfabækur og segja má að hér sé um nýja tegund myndlistar að ræða.

Sýningin stendur yfir 28. júní til 31. ágúst - Opið alla virka daga kl. 10:00-19:00

Verkin eru unnin á undanförnum þremur árum meðan GARASON bjó í Sviss. Guðlaugur Arason sem fæddur er á Dalvík,er betur þekktur sem rithöfundur en myndlistarmaður. Nafn hans, Guðlaugur Arason, samanstendur af fimmtán bókstöfum og rúmast illa á álfabókum. Þess vegna stytti hann nafnið niður í sjö stafi og notar GARASON sem listamannsnafn.

Bækurnar eru allar úr bókasafni listamannsins en innviður allra álfabókanna er timbur frá Costa Rica!

Ljósmyndir af listamanninum og verkum hans eru eftir Theodór Lúðvíksson.

ATH! Öll verkin eru til sölu— Öll verkin  eru nafnlaus!

Kaupi einhver myndverk fylgir sú kvöð að viðkomandi verður nefna verkið í höfuðið á skáldi, innlendu eða erlendu, rithöfundi, fræðimanni eða öðrum þeim sem fengist hefur við skriftir og kaupandi vill heiðra. Enginn getur keypt nema tileinka verkið. Því miður.

 

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan