10 ára vígsluafmæli viðbyggingar

Viðbyggingin 10 ára!
Viðbyggingin 10 ára!

Í dag eru 10 ár liðin frá því að viðbygging Amtsbókasafnsins var formlega opnuð.

Ákvörðun um viðbyggingu var tekin á fundi bæjarstjórnar 29. ágúst 1987 á 125 ára afmæli Akureyrarbæjar. Í framhaldi af þessari ákvörðun var efnt til samkeppni um hönnun hússins. Tillaga Guðmundar Jónssonar arkitekts í Noregi hlaut fyrstu verðlaun í samkeppninni og voru ummæli dómnefnar svohljóðandi:

„Tillaga nr. 2 sameinar núverandi hús og ný-byggingu í listræna heild án þess að núverandi hús glati nokkru af sérkennum sínum“.

Árið 2000 var ákveðið að hefja framkvæmdir og var verkið boðið út á vordögum 2001. Fyrsta skóflustungan var tekin 1. júní það ár og var framkvæmdum að lokið árið 2004.

skóflustunga

Viðbyggingin, sem er þrjár hæðir og kjallari, er 1.442 m2 eða 4.700 m3 brúttó að stærð.

Nýbyggingin er afar björt og rúmgóð og þar hefur arkitektinum tekist að sameina nútíma hönnun og þann hlýleika, sem hefur verið einkenni safnanna, á afar skemmtilegan hátt.

Á 177. afmælisári Amtsbókasafnsins og 35. afmælisári Héraðsskjalasafnsins, árið 2004, var húsnæði þeirra vígt í nýrri og endurbættri mynd. Húsið er afar glæsilegt enda geymir það dýrmætan menningararf og sögu Akureyrarbæjar.

Amtið

Í tilefni dagsins bjóðum við bæjarbúa og aðra velkomna í heimsókn og allir gestir fá eitthvað góðgæti.

Nánar má lesa um sögu Amtsbókasafnsins hér: http://www.akureyri.is/amtsbokasafn/saga

og um sögu Héraðsskjalasafnsins hér: http://www.herak.is/page/um-safnid-saga

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan