ÍBA - Íþróttabandalag Akureyrar

ÍBA - Íþróttabandalag Akureyrar

ÍBA - Íþróttabandalag Akureyrar

Hvað er títt

Fréttir héðan og þaðan

  • U16 stelpuhelgin, bikarmót í Egilshöll

    Síðastliðna helgi skelltu sér suður í Egilshöll um 30 SA stelpur á aldrinum 10 - 16 ára, ásamt þjálfurum og fararstjórum og spiluðu hokkí við stelpur frá Fjölni og SR. SA tefldi fram tveimur liðum, annars vegar spiluðu Ynjur í A riðli og Ásynjur í AA riðli en þar er einna helst aldur, reynsla og styrkleiki sem skilur á milli. Ynjur spiluðu við lið frá Fjölnir og Ásynjur gegn liði frá SR. Þetta er fjórða vorið sem U16 stelpuhelgin er haldin og er mótið spilað sem bikarmót en það er mikilvægt fyrir stelpur að fá þá reynslu að spila gegn stelpum því það er mikill munur á því og að spila með eða gegn strákum.  Leikirnir voru spennandi og fór m.a. Í vítakeppni en svo fór að lið Fjölnis sigraði A riðil og SR AA riðil, óskum við þeim til hamingju með sigurinn. Hér að neðan má sjá myndir af liðunum, Ynjum og Ásynjum ásamt þjálfurunum Maríu Guðrúnu og Ingu Rakel.
    07.05.2024
    Skautafélag Akureyrar
    Lesa
  • Aðalfundur KA haldinn 21. maí

    Aðalfundur Knattspyrnufélags Akureyrar verður haldinn í KA-Heimilinu þriðjudaginn 21. maí næstkomandi klukkan 18:00. Hefðbundin aðalfundarstörf verða á dagskrá og hvetjum við alla félagsmenn til að mæta
    07.05.2024
    Knattspyrnufélag Akureyrar
    Lesa
  • Pílukast: Sunna, Sigurður Fannar og Viðar náðu lengst

    Tuttugu keppendur frá píludeild Þórs tóku um liðna helgi þátt í Íslandsmótinu í pílukasti, 501. Enginn keppendanna frá Þór náði þó verulega langt áleiðis, en þó tveir í 16 manna úrslit í karlaflokki (af 116) og ein í átta manna úrslit í kvenaflokki af 16).
    07.05.2024
    Íþróttafélagið Þór
    Lesa
  • U20: Titilvörnin hófst með markaveislu

    Þór/KA teflir fram tveimur liðum í Íslandsmótinu í 2. flokki U20, nú í samvinnu við nokkur félög á Norðurlandi. Liðin okka keppa undir heitinu Þór/KA/Völsungur/THK, en THK stendur fyrir Tindastól, Hvöt og Kormák. Fyrsti leikurinn í titilvörn liðsins í A-deild var sannkölluð markaveisla. Stutt í fyrsta leik hjá liði 2 í B-deild.
    07.05.2024
    Þór/KA
    Lesa

ÍBA fréttir

Styrktaraðilar