Græn skref

Bæjarráð samþykkti í febrúar 2023 þátttöku í Grænum skrefum SSNE. Verkefnið, sem byggir á Grænum skrefum í ríkisrekstri, er fyrir stofnanir og sveitarfélög sem vilja draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum og efla umhverfisvitund starfsfólks. Það felur í sér yfirferð gátlista til að meta stöðu og gera breytingar sem þarf til að ná skrefunum fimm. Meðal þess sem Grænu skrefin taka til eru innkaup, samgöngur, flokkun og fleira. Skrefin eru í samræmi við og styðja við umhverfis- og loftslagsstefnu bæjarins.

Teymi Grænna skrefa í Ráðhúsinu leiðir verkefnið og hefur hvatt til þess, og stutt við, að sem flestar starfsstöðvar bæjarins taki þátt. Stjórnendur geta haft samband í gegnum netfangið graenskref@akureyri.is til þess að tilkynna þátttöku starfsstöðvar í verkefninu og fá aðstoð við að komast af stað. Starfsfólk bæjarins má einnig senda spurningar eða ábendingar um Græn skref í gegnum sama netfang.

Þáttakendur Akureyrarbæjar og staða:

Amtsbókasafnið – unnið að skrefi 1

Ráðhús Akureyrarbæjar – skref 1 komið, unnið að skrefi 2

Sundlaug Akureyrar – unnið að skrefi 1

Tónlistarskólinn á Akureyri – unnið að skrefi 1

Síðast uppfært 18. desember 2023