Beint í efni

Velheppnað Stórþing eldri borgara fór fram í Hofi

Akureyrarbær óskaði eftir þátttakendum á þingið og mættu tæplega 50 manns til leiks.

Velheppnað Stórþing eldri borgara fór fram í Menningarhúsinu Hofi á föstudaginn. Akureyrarbær óskaði eftir þátttakendum á þingið og mættu tæplega 50 manns til leiks.

Markmið þingsins var að kanna viðhorf einstaklinga 60 ára og eldri til þjónustu Akureyrarbæjar og safna hugmyndum að áframhaldandi þróun hennar. Hjónin Líney Úlfarsdóttir og Svavar Knútur Kristinsson fjölluðu um félagslega einangrun auk þess sem hópavinna fór fram á borðum.

 Takk fyrir komuna öll.