Eldri borgarar
Ertu á besta aldri? Á Akureyri er mikið í boði, bæði í heilbrigðisþjónustu, menningu og félagslífi.

Akureyrarbær veitir fjölbreytta þjónustu fyrir eldri borgara. Í félagsmiðstöðvunum Sölku og Birtu er öflugt og fjölbreytt starf fyrir öll 18 ára og eldri. Einnig er í boði stuðnings- og stoðþjónusta sem felur í sér margvíslega aðstoð, auk akstursþjónustu og heimsendingar á mat fyrir þau sem þess þurfa.
Akstursþjónusta
NánarAkstursþjónusta er í boði fyrir þá sem geta ekki notað almenningssamgöngur í lengri tíma, t.d. vegna aldurs
Stuðningsþjónusta (aðstoð heim)
NánarStuðnings- og stoðþjónustan felur í sér fjölbreytta aðstoð fyrir einstaklinga, fjölskyldur og heimili.
Heimsending á mat
NánarEinstaklingar sem ekki geta séð um matseld sjálfir og uppfylla skilyrði fyrir þjónustuna geta fengið heimsendan mat.
Virk efri ár
Lesa meira um Virk efri árViltu hreyfa þig í góðum félagsskap? Kynntu þér verkefnið Virk efri ár
Heilsugæsla
Vefur Heilbrigðisstofnunar NorðurlandsHeilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) sér um heilsugæslu á Akureyri. Smellið á hlekkinn hér fyrir neðan til að lesa um öldrunarþjónustu hjá HSN eða hringið í síma 432 4600.
Öldrunarheimili
Vefur HeilsuverndarHjúkrunar- og dvalarheimilið Hlíð og Hjúkrunarheimilið Lögmannshlíð eru rekin af Heilsuvernd.
Tryggingastofnun
NánarÁ vef Tryggingarstofnunar má finna margvíslegar upplýsingar um lífeyrisgreiðslur til eldri borgara, flutning réttinda milli landa og réttindi þeirra sem dvelja á hjúkrunarheimilum.