Spurt og svarað
Hér verður leitast við að svara þeim spurningum sem kunna að vakna í tengslum við sorphirðu, flokkun og breytingar á sorphirðukerfinu. Síðan verður uppfærð með helstu spurningum sem berast frá íbúum. Hægt er að senda inn spurningar á netfangið flokkumfleira@akureyri.is.
Algengar spurningar varðandi sorphirðu og flokkun
Sumarið 2024 hefst innleiðing við næstu skref í flokkun úrgangs líkt og kveðið er á um í lögum varðandi meðhöndlun úrgangs sem tóku gildi 1. janúar 2023. Lagabreytingarnar fela m.a. í sér að nú skal safna fjórum flokkum úrgangs við hvert heimili.
Nýtt kerfi gerir okkur kleift að bæta flokkun og þannig auka líkur á að halda auðlindum innan hringrásarhagkerfisins. Því betur sem hver og einn flokkar úrganginn sinn, því meiri líkur eru á að hægt sé að endurnýta eða endurvinna hann.
Blandaður úrgangur sem safnað er við heimili eða á gámasvæði er urðaður og honum viljum við halda í lágmarki. Með innleiðingu flokkunar í fleiri flokka við heimili og bætta flokkun í grenndargáma og á safnsvæði getum við minnkað heildarmagn blandaðs úrgangs og þannig dregið úr urðun.
Miðað er við sjö metra frá þeim stað sem sorpbíll getur stöðvað. Aðal atriðið er gott aðgengi og að ekki þurfi að fara með tunnur upp og niður tröppur, sé hjá því komist. Tunnur eiga að vera staðsettar götu megin húss. Kjósi íbúi að staðsetja tunnu annars staðar þarf íbúi að koma tunnunni á aðgengilegan stað á losunardegi. Tunnufestingar verða að vera handhægar. Gott að hafa í huga að starfsmenn þurfa að geta losað ílátin í myrkri og frosti með vettlinga á höndum.
Pappír og pappi
Allt pappirsefni, pappír, pappi og fernur fara hér saman í eitt ílát. Þar eru meðal annars pítsakassar, bréfpokar, dagblöð og umbúðir úr pappir og pappa.
Plastumbúðir
Hér er átt við plastumbúðir sem falla til á heimilum, líkt og umbúðir utan af matvælum og það sem kemur frá baðherbergjum (til dæmis sjampóbrúsar). Umbúðir þurfa að vera tómar og brúsar án vökva. Æskilegt er að skola umbúðir svo ekki komi ólykt við geymslu.
Matarleifar
Það sem við Akureyringar höfum í mörg ár safnað í grænu körfurnar okkar. Allar matarleifar fara hingað, m.a. eggjaskurn, kaffikorgur og bein. Það má meira að segja setja afskorin blóm en alls ekki garðaúrgang sem hægt er að fara með á gámasvæðið.
Blandaður úrgangur
Hér fer það sem ekki hentar í endurvinnslu eða moltugerð. Blandaður úrgangur er urðaður og því mikilvægt að flokka allt endurvinnsluefni í rétta flokka. Þar á meðal eru blautklútar, dömubindi, bleyjur, ryksugupokar og tannburstar.
Mörg heimili hafa komið sér upp skýlum fyrir sín ílát. Mismunandi er eftir gerð skýlanna hvaða tunnur passa. Í sumum tilfellum getur verið að 360L tunnur séu of stórar fyrir skýlin og er íbúum þá bent á að hafa samband [flokkumfleira@akureyri.is] varðandi aðrar samsetningar á ílátum.
Íbúi ber ábyrgð á hlutum sem fokið geta innan sinna lóðarmarka.
Umfram heimilissorpi má skila á grenndarstöðvar. Það eru 10 grenndarstöðvar á Akureyri
Starfsmönnum er óheimilt að taka óumbeðið umfram sorp. Ófá dæmi eru til um að starfsmenn hafi í ógáti hent verðmætum sem geymd eru við sorptunnur. Íbúi getur farið með umfram úrgang á gámasvæði og nýtt klippikortið sitt. Íbúi getur einnig sett sig í samband við starfsmann sorphirðunnar og beðið um að taka með tilfallandi lítilræði.
Hafðu samband við flokkumfleira@akureyri.is.
Þegar fleiri en eitt hús standa saman á einni lóð, eins og fjölmörg dæmi erum um á Akureyri, er hægt að sameinast um notkun á ílátum. Þetta getur t.d. átt við um raðhús eða þyrpingu fjölbýlishúsa. Hægt er að fá ýmist tunnur og ker eða gáma eftir fjölda íbúða í þyrpingu. Einnig geta húsaþyrpingar komið upp djúpgámum. Samnýting íláta mun skila sér í lægri sorphirðugjöldum.
Ef þörf krefur, er nauðsynlegt að finna svæði utanhúss fyrir ílátin. Með fjölgun íláta getur þurft að gera ráð fyrir að stærra svæði fyrir þau.
Ef sameiginleg húsfélög eða lóðarfélög eru ekki til staðar þarf að gera samning milli íbúða um þyrpingu um sameiginlega sorphirðu. Húsfélögum og íbúum sem hafa áhuga á að mynda þyrpingu er bent á að hafa samband vegna óska og ráðgjafar um samsetningu íláta: flokkumfleira@akureyri.is.
Samkvæmt upplýsingum frá Terra (áður Gámaþjónusta Norðurlands)
Málmar: Losað í Hringrás eða í Furu hér á Akureyri sem flytur það út til endurvinnslu
Pappír: Flutt beint frá Akureyri til Hollands í endurvinnslu
Bylgjupappi: Flutt beint frá Akureyri til Hollands í endurvinnslu
Drykkjarfernur: Flutt beint frá Akureyri til Hollands í endurvinnslu
Plastumbúðir: Flutt beint frá Akureyri til Svíþjóðar í endurvinnslu
Landbúnaðarplast: Flutt beint frá Akureyri til Hollands í endurvinnslu
Olía: Olíudreifing tekur við
Matarolía: Orkey á Akureyri endurvinnur
Hjólbarðar: Losað í Hringrás eða Furu hér á Akureyri
Rafgeymar: Flutt beint frá Akureyri til Danmerkur eða Þýskalands
Raftæki: Sumt flutt til nánari meðhöndlunar í Hafnarfirði eða til endurvinnslu hér á Akureyri hjá Furu eða FjölsmiðjunniMold, múrbrot, flísar og gler er jarðgert hjá Skútaberg hér á Akureyri. Gras, greinar og
mold fer á tipp við golfvöll. Eitthvað af plasti, dýrahræjum, spilliefnum og fl. er svo
brennt í Kölku á Reykjanesi.Eitthvað af dýrahræjum og sóttmengað og spilliefnum o.fl. er svo brennt í Kölku á Reykjanesi.
Allt efni sem fer til endurvinnslu þarf að vera nokkuð hreint og gæta að ekki séu matarafgangar í umbúðum, t.d. þarf að skola fernur vandlega. Oft á tíðum er um samsettar umbúðir að ræða og er þá gott að aðskilja efnin eins og mögulegt er, t.d. að taka ál- eða pappafilmu af jógúrt- og skyrumbúðum áður en efnin eru sett í viðeigandi ílát. Plast tappa af drykkjarfernum þarf ekki að fjarlægja en auðvitað kostur.
Grenndargámar
Grenndargámarnir eru staðsettir víða um bæinn og staðsetningu þeirra má sjá á þessu korti.
- Gámur undir dagblöð og tímarit. Gert er ráð fyrir að þessi flokkur endurvinnsluefna notist sem stoðefni í jarðgerð hjá Moltu. Skrifstofupappír/umslög mega fara í þennan gám. Mjög mikilvægt er að plast slæðist ekki með.
- Gámur undir bylgjupappa og sléttan pappa (tveir flokkar í sama gám). Er losað í móttökustöð Terra og pressað í stóra bagga til útflutnings.
- Gámur undir drykkjarfernur. Hvort sem er undan mjólkurvörum eða söfum með álfilmu inní eður ei. Er losað í móttökustöð og baggað til útflutnings.
- Gámur undir plast. Einungis umbúðaplast, bæði hart og lint. Er losað í móttökustöð, baggað og sent til Svíþjóðar til frekari flokkunar. Athugið að t.d. plaströr, leikföng og plasthúsgögn eru ekki umbúðir og því ekki endurvinnanlegt. Þessu þarf að skila á gámasvæði í þar til gerðan gám.
- Kar undir málma. Niðursuðudósir, álpappír og lok af glerkrukkum. Er losað til málmsöfnunarfyrirtækja til útflutnings. Raftæki eiga ekki heima í þessum flokk heldur skilist á gámasvæði.
- Kar undir gler. Umbúðir (krukkur) og brotið eða skemmt leirtau. Er losað til Skútabergs, mulið þar og nýtt til uppfyllingar.
- Staurakassi undir rafhlöður. Losað í móttökustöð, flokkað og flutt út til endurvinnslu og eyðingar.
- Kertaafgangar. Losað til Plastiðjunnar Bjargs og nýtt til framleiðslu á nýjum kertum. Sprittkertabikara skal setja með málmum.
- Matarolía/steikingarfeiti. Sérstakt ílát er á grenndarstöðvum fyrir slíkan úrgang. Olían og feitin eru nýtt til lífdíselframleiðslu hjá Orkey hér á Akureyri. Slíkur úrgangur er mjög óæskilegur í frárennslislagnir, þar sem hann storknar og hleður á sig æskilegri úrgangi og myndar stíflur. Grænu trektina er hægt að nálgast í þjónustuveri Norðurorku og í þjónustuveri Ráðhússins. Sjá meira á heimasíðu Vistorku
Þó gámar á grenndarstöðvum víðs vegar um bæinn séu tæmdir daglega fyllast þeir reglulega. Hjálpumst að og förum með stærra magn upp á Gámasvæðið við Réttarhvamm.
Gámasvæði, klippikort og íbúaappið
Kortin eru rafræn og geta íbúar með lögheimili í sveitarfélaginu sótt þau í gegnum íbúaappið Akureyrarbær sem er aðgengilegt fyrir snjallsíma. Íbúar eiga rétt á einu korti á ári, 16 klipp, endurgjaldslaust fyrir hvert heimili. Kortin fást einnig á pappír í þjónustuveri Ráðhússins, Geislagötu 9. Í appinu er hægt að gefa frá sér klipp til annarra. Leigjendur verða að nálgast kortin hjá leigusala eða að kaupa sér kort. Leigjendur hjá Akureyrarbæ sækja kortin til velferðarsviðs á Glerárgötu 26. Hægt er að kaupa nýtt kort í appinu, þjónustuveri Ráðhússins og á skrifstofu Terra við Hlíðarfjallsveg.